Crap!! var búin að skrifa fullt en það svo hvarf, líkt og dögg fyrir sólu...
Helgin gekk frekar áfallalaust fyrir sig; ég tel mig fallna á fyrsta prófinu mínu í sálfræði við Háskóla Íslands, ég, an alls gríns, hef kannksi getað svarað 8 hverjum krossi og það var með því að giska; ég lærði dag og dimma nótt gott fólk fyrir þetta próf en allt kom fyrir ekki, það dugar ekki til. Hvað um það, önnin heldur áfram með fleiri prófum og eins og Friðrik sagði á laugardagskvöldið "geriru ekki bara betur næst?" og jú Friðrik minn (prófessor í almennri sálfræði), ég geri betur næst, takk fyrir hlýleg og hvetjandi orð. Hann reyndar minntist á mig í tíma í morgun þegar hann var að fá feedback um prófið að "einum nemandi hafi nú víst ekki gengið of vel frétti ég er ég og konan fórum út að borða á laugardagskvöldið.." Gott fólk, þetta var ég á MARU að konfronta kennarinn minn, kurteisislega að sjálfsögðu, ásamt því að bæta við upplýsingum um sympatíska kerfið mitt sem er undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins...ykkkur til fróðleiks ;) allir klárari fyrir að hafa lesið bloggið mitt....úúú, þetta verður svona my new thing, sniðugt....
Ég bætti mér upp mikið prófa og lærdóms svekkelsi með einkar fallegum brúnum stígvélum úr Spúutnik, mjög falleg. Ég er búin að ákveða að verðlauna sjálfan mig fyrir dugnað með einu skó pari á mánuði, góð pæling það...mínu skoðun að minnsta kosti, efast um að nokkur kvenmaður muni andmæla mér.
Tók þátt í málefnalegum umræðum um guðlast á 11nni í dag og vann mér inn bol með guðlasts áletrunninni; Leið þú oss í freistni, skemmtilegt að segja frá því, alltaf að græða.
Fólk er farið að para sig saman, svoldið fyndið að fylgjast með þessu, og það að sjálfsögðu þýðir bara eitt.....skrárnar mínar eru að fyllast af fólki sem vill fara á blind date í von um að hitta einhvern sem vinur þeirra eða frændi hefur ekki sofið hjá áður og kannski er eitthvað smá varið í þannig að ekki þurfi maður að kúra einn í þessu roki og rigningar helv..... Ms.Match....
Drami í gærkvöldi, meika ekki að fara út í hann í details en fólk virðist vera með frekar misjafna mynd af mér eða hver það heldur að ég sé og standi fyrir, svoldið spes, frekar svekkjandi... Hvað um það, ég get víst ekki breytt öðru fólki, eða kannski?....
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.....
Sá jólakort í glugganum á Hans Petersen, má mann fara að hlakka til....? Ég vona að ég fái jóladagatal í ár....Skórinn er allavega úti í glugga.....
Ég er byrjuð að telja niður og svipast um jólagjafir handa hinum og þessum, svo er að sjálfsögðu spurningin um hver bætist við og hver dettur út af listanum....
Speaking of að detta út af jólagjafalistanum, sá fyrrverandi um helgina, hann stóð og starði á mig þangað til hann gekk útaf Vegamótum, einkar hressandi það. Afhverju er ég alltaf ein þegar ég mæti honum en hann að leiða einhverja stelpu? Getur einhver svarað því.....
Stelpur í ástarsorg, hlustið á Silent night með Damien Rice, hittir vel í mark. Ég held að ég sé alltaf pínu lítið í ástarsorg og pínulítið ástfangin, lífinu, honum , henni , þeim... það virðist allatf vera eitthvað sem fær mig til að vera ástfangin þó ekki sé nema korter í senn....Þá líka finnst manni maður vera til.
kveð með þessa pælingu
góða nótt/góðan dag fallega fólk
sigga dögg
þriðjudagur, október 5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli